Námskeið fyrir fólk sem vill læra um áskoranir í gagnasiðfræði sem tengjast notkun nýrrar tækni, t.d. gervigreindar- og vélanáms (e. machine learning), við að afla gagna og greina þau, taka ákvarðanir og gera spálíkön.
Leiðbeinandi: Birgitte Kofod Olsen (Carve Consulting). Námskeiðið fer fram á ensku.
Dagsetning: 4. mars 2024 frá 9.00-17:00. Matur á staðnum.
Staðsetning: Fundarsalur Guðrúnartún 1, efstu hæð (Hús Landssamtaka lífeyrissjóða, Gildis, ASÍ, Eflingar og fleiri)
Námskeiðslýsing:
Gagnasiðfræði setur hagsmuni einstaklinga og yfirráð þeirra yfir eigin gögnum í öndvegi. Einnig fjallað um hvernig komast megi hjá óþarfa mismunun og öðrum skaða sem einstaklingar, hópar fólks eða samfélagið í heild geta orðið fyrir. Þannig fjallar gagnasiðfræði um mikilvægi þess að koma auga á neikvæðar afleiðingar, sem notkun gagna getur haft á fólk, umhverfi og samfélag – og hvernig við getum komist að viðeigandi og gagnlegri niðurstöðu.
Á námskeiðinu verða kynnt helstu líkön og aðferðir til að meðhöndla og greina áskoranir í gagnasiðfræði. Meðal sviða má nefna gagnagnótt (e. big data), áreiðanlega gervigreind (e. trustworthy AI) og ákvarðanatöku byggða á algrímum. Kynnt verða viðeigandi stjórnunarlíkön (e. governance models) til að vinna með gagnasiðfræði, þar á meðal skipulag fyrirtækja. Síðast en ekki síst verða gerð verkefni til að nemendur tengi fræðin við eigin störf.
Verð: 25 þúsund krónur fyrir félaga í FÍT og 50 þúsund krónur fyrir aðra.
Skráning: Senda tölvupóst á Ragnar Þ. Ragnarsson gjaldkera FÍT: ragnarthr@gmail.com fyrir 26. febrúar 2024.
Endurmenntun: Námskeiðið gefur 7 CPD einingar.
Um leiðbeinandann: Birgitte Kofod Olsen (born 4 August 1965 in Copenhagen) is a trained lawyer and has been active in the debate on privacy and the protection of personal data in Denmark. Since 2014, she has been a partner in and co-owner of Carve Consulting. She has a degree in law from the University of Copenhagen, as well as a PhD.
Birgitte Kofod Olsen was previously CSR manager at Tryg and board leader of the Council for Digital Security. Her special expertise within privacy and personal data protection, as well as experience working with CSR in theory and practice for more than 20 years, makes her a frequently used expert in Denmark. Through recent years' debate on data protection and safe data handling, she has shaped the public debate, and she was appointed as the first chairperson of the Council for Digital Security and helped found the think tank DataEthics.