Lífeyrissparnaður landsmanna 6.050 milljarðar við árslok 2020

Fjármálaeftirlitið hefur birt upplýsingar um heildareignir lífeyrissparnaðar bæði í samtryggingu- og séreign miðað við árslok 2020.

Eignir við árslok

Lífeyrissparnaður landsmanna nám rúmlega 6.000 milljörðum við árslok 2020 og skiptist niður á 5.119 ma.kr. í samtryggingadeildum lífeyrissjóða, 595 ma.kr hjá séreignardeildum lífeyrissjóða og 247 ma.kr hjá öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarsparnaðar. Einnig er áætlað að um 100 ma.kr. séu hjá erlendum aðilum sem bjóða sparnað í sérsniðnum lífeyristryggingum. Þrátt fyrir óvissu á eignamörkuðum vegna heimsfaraldursins hækkuðu lífeyriseignir landamanna um 773 ma.kr. á árinu og nema nú rúmlega tvöfaldri landsframleiðslu.

Línurit Línurit

 

Þróun eignaflokka

Erlendar eignir sjóðanna jukust mikið og nam hækkun þeirra yfir helming af allri hækkun lífeyriseigna á árinu. Eru erlendar eignir nú um 35% af öllu eignasafni samtryggingar og séreignar lífeyrissjóðakerfisins. Aðrar breytingar á eignaflokkum lífeyrissjóðanna á árinu voru að eignir í sértryggðum skuldabréfum jukust allnokkuð ásamt eignum í hlutabréfum og skuldabréfum fyrirtækja en sjóðfélagalán drógust saman. Helstu ástæður minnkandi sjóðfélagalána voru miklar uppgreiðslur á árinu.

Samantekt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands