Lífeyrissjóðum fer nú fækkandi en samþykkt hefur verið að Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar sameinist við Brú lífeyrissjóð. Unnið hefur verið að þessari sameiningu í nokkurn tíma og samþykkt að sjóðirnir sameinist miðað við síðustu áramót. Stofnuð hefur verið sérstök deild hjá Brú sem heitir R en þar verður haldið utan um rekstur, eignir, skuldir og skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Sameiningin mun leiða til fjárhagslegs ávinnings sem og betri nýtingu starfsfólks.