Gengið var frá samkomulagið milli lífeyrissjóða og stjórnvalda þar sem sjóðirnir tækju þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands fyrir allt að 200 milljónir evra. Gengi það eftir skyldi ríkissjórnin leggja fram frumvarp og fella niður skattinn og endurgreiða það sem þegar hafði verið greitt. Lífeyrissjóðirnir stóðu við sinn hluta samkomulagsins en hins vegar stendur á stjórnvöldum sem telja sig ekki hafa náð þeim tekjum úr útboðunum sem þeir áætluðu.