Lífeyrisgáttin var formlega opnuð á fjölsóttum fagnaðarfundi starfsmanna og stjórnarmanna lífeyrissjóða í gær 29. október. Þar var einnig kynntur uppfærður fræðsluvefur gottadvita.is og uppfærð heimasíða LL. Við þetta tækifæri var greint frá því hver sendi inn verðlaunatillöguna í samkeppni um nafn á vefaðganginn í lífeyrisréttindi.
Af um eitthundrað tillögum var aðeins ein um nafnið Lífeyrisgáttin sem dómnefndin valdi einróma. Kristín Gísladóttir, starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sendi inn tillöguna. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri LL afhenti Kristínu við þetta tækifæri vinninginn sem var blómvöndur og gjafabréf fyrir gistingu og mat fyrir tvo á hótel Hamri.