Anna Þórdís Rafnsdóttir formaður og Eyrún Anna Einarsdóttir varaformaður stjórnar IcelandSIF munu fjalla um hlutverk samtakanna en IcelandSIF er óháður vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.
Tilgangur IcelandSIF er að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um málaflokkinn.
Samtökin voru stofnuð árið 2017 og hafa Landssamtök lífeyrissjóða verið félagsmenn IcelandISF frá árinu 2023. Heimasíða samtakanna er icelandsif.is
en einnig birta samtökin ýmar upplýsingar á Linkedin.
Í hádegisfræðslunni verður farið yfir helstu verkefni samtakanna, árangur umræðu um ábyrgar fjárfestingar og helstu verkefni framundan.