LL stendur fyrir hádegisfræðslu fimmtudagurinn 27. maí kl. 12.00 -12.45 – fjarfundur.
Sólveig Hjaltadóttir verkefnastjóri hjá samtökunum verður með erindi þar sem gefin verður innsýn í réttindi til ellilífeyris á Norðurlöndunum.
Farið verður yfir stóru myndina í hverju landi fyrir sig þ.e. Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og skoðað hvað er líkt með löndunum hvað varðar réttindi til ellilífeyris. Einnig er gerður samanburður á algengasta aldri við upphaf lífeyristöku og sveigjanleika innan hvers lands.