Hvað þýðir ný löggjöf um persónuvernd?

Ný löggjöf og áskoranir lífeyrissjóða 

Á þessu hagnýta og hnitmiðaða námskeiði mun Sigurður Kári Tryggvason, fjalla um skyldur og áskoranir lífeyrissjóða í tengslum við nýja lögggjöf um persónuvernd.

Þar að auki verður farið yfir alla meðferð persónuupplýsinga, persónuverndarstefnu og hlutverk persónuverndarfulltrúa í starfsemi sjóða.

Námskeiðið verður 19. október kl. 15.00 - 18.00 í Guðrúnartúni 1, skrifstofum ASÍ.

Verð kr. 34.000

 

Námskeið öllum opin 

Lífeyrisnámskeiðin sem Félagsmálaskólinn býður upp á eru unnin í samstarfi við Landssamtök lífeyrisjóða og eru þau sérstaklega sniðin að þörfum starfsfólks og stjórna sjóðanna. Námskeiðin eru þó opin öllum áhugasömum enda fjölmargt af því sem er í boði sem á erindi til almennings.