Formenn fastanefnda LL standa að kynningum á störfum nefndanna í hádegisfræðslu í vetur en nefndirnar gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi samtakanna. Þegar hafa störf áhættunefndar og nefndar um fjárfestingarumhverfi verið kynnt og almenn ánægja var með þær kynningar. Næsta fimmtudag verður Jóna Finndís Jónsdóttir formaður réttindanefndar með kynningu á störfum nefndarinnar.
Réttindanefnd er fjölmenn nefnd sem fer með mörg og umfangsmikil verkefni. Innan nefndarinnar starfa fjöldi undirhópa sem hafa með höndum afmörkuð verkefni til lengri eða skemmri tíma. Nefndin fundar reglulega þar sem farið er yfir stöðu verkefna hvers vinnuhóps en almennt er ákveðinn nefndarmaður sem tekið hefur að sér verkefnastýringu viðkomandi hóps.
Meðal verkefna á þessu starfsári hefur verið rýni á viðmiðunarreglum við mati á orkutapi og var haldin fjölmenn vinnustofa á vegum LL í september sl. með þátttöku fjölmargra sérfræðinga.
Þá hefur nefndin verið að skoða þróun gagnasamskipta lífeyrissjóða við aðrar stofnanir í gegnum Strauminn. Málefni sjóðfélaga sem búa erlendis og eiga réttindi á Íslandi hafa einnig verið á borði nefndarinnar.
Meira um störf réttindanefndar 18. janúar kl. 12.00