Hollenskir lífeyrissjóðir hækka iðgjöld og draga úr hækkunum lífeyris.

Lífeyrissjóðurinn ABP  í Hollandi, sem metinn er á 208 milljarða evra, mun hækka iðgjöld sín um 3%  auk þess að draga úr vísitöluhækkunum lífeyrisgreiðslna og minnka verulega áhættu í fjárfestingum  til að reyna að öðlast gjaldþol að nýju innan fimm ára. ABP er einn af stærstu lífeyrissjóðum í Hollandi með 2.6 milljón sjóðfélaga. Sjóðurinn er fyrir starfsmenn í þjónustu hins opinbera og einnig fyrir starfsmenn innan  menntageirans.   Sjá hér heimasíðu sjóðsins.

Fleiri hollenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt svipaðar aðgerðir, t.d. PME lífeyrissjóður málmiðnðarmanna og PFZW sjóðurinn, sem starfar innan heilsugeirans.  

Iðgjaldið hjá ABP lífeyrisjóðnum hækkar fyrst um 1% í júlí 2009 og 2% til viðbótar á árinu 2010. Með því móti er ætlunin að komast hjá því að skerða lífeyrisgreiðslur og tryggja eignirnar þrátt fyrir að vísitölutenging verði aftengd að einhverju leyti.

 

Sjórnarformaður ABP, Elco Brinkman, segir í yfirlýsingu: „Við verðum að grípa til ráðstafana sem koma munu ABP á réttan kjöl að nýju, bæði til lengri og skemmri tíma. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skerða ekki lífeyrisréttindi. Því miður munu þessar ráðstafanir hafa sínar afleiðingar fyrir sjóðfélaga, bæði þá sem greiða í sjóðinn og þá sem fá úr honum lífeyri. “


 

Heimild: globalpensions.com