Hádegisfræðsla hjá Landssamtökum lífeyrissjóða í Guðrúnartúni 1, 4. hæð, 2. nóvember, kl. 12:00 - 12:45.
Sæmundur K. Finnbogason sjóðsstjóri mun kynna Kríu sprota- og nýsköpunarsjóð sem hóf starfsemi sína árið 2021.
Kría er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins sem áætlar að fjárfesta, á næstu misserum, fyrir rúmlega 8 milljarða króna í vísisjóðum á Íslandi.
Sæmundur mun í erindinu fara yfir aðdraganda að stofnun Kríu, hlutverk og markmið sjóðsins og svara spurningum að erindinu loknu.