Vakin er athygli á nýrri skýrslu sem er hluti af stærra rannsóknarverkefni um íslenska lífeyriskerfið sem nefnist Árangur íslenska lífeyrissjóðakerfisins.
Þessi skýrsla sem nú liggur fyrir metur árangur íslenskra lífeyrissjóða, bæði í samanburði við lífeyrissjóði í OECD-ríkjunum og með hliðsjón af ýmsum viðmiðum sem tíðkast á fjármálamarkaði, einkum er lúta að ávöxtun, getu til að standa við lífeyrisloforð og rekstrarkostnaði.
Væntanleg er önnur skýrsla sem mun fjalla um kjör lífeyrisþega og samspil almannatrygginga og lífeyrissjóðanna í mótun lífeyriskjara einstaklinga, bæði elli- og örorkulífeyrisþega.
Edda rannsóknarsetur við Háskóla Íslands og Efling – stéttarfélag gefa skýrslurnar út.
Þegar seinni skýrslan kemur út er fyrirhugað að halda kynningarfund.