Festa býður upp á opinn fjarfund 6. nóvember kl. 9.00 - 10.30 þar sem rædd verða áhrif nýrrar Evrópureglugerðar um loftslagsmál á íslenskan markað og fyrirtæki.
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða.
Á næstu misserum verður flokkunarreglugerðin (EU Taxonomy) innleidd hér á landi sem mun fela í sér umbreytingu á fjármálamarkaði.
Reglugerðin er mikilvægt skref í átt að sjálfbærum fjárfestingum og rekstri fyrirtækja.