Investment Pension Europe (IPE) er eitt virtasta fagtímarit Evrópu um lífeyrismál. Árlega veitir tímaritið þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati sérfræðinga IPE hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu. Hollenski lífeyrissjóðurinn ABN AMRO var valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu að þessu sinni, en Frjálsi lífeyrissjóðurinn besti lífeyrisjóður á Íslandi annað árið í röð.
Í kynningu segir að í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að eignastýring Frjálsa lífeyrissjóðsins hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn aukið gagnsæi í fjárfestingum og eflt samskipti við sjóðfélaga til að upplýsa þá sem best um stöðu sjóðsins.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 90 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 40.000.