Hádegisfræðsla hjá Landssamtökum lífeyrissjóða í Guðrúnartúni 1, 4. hæð, 23. nóvember, kl. 12:00 - 12:45. Erindinu verður einnig streymt á fjarfundi.
Ásta Ásgeirsdóttir hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða mun kynna vinnu við þróun lífeyrislíkans til að meta framtíðarstærð íslenska lífeyriskerfisins og hvaða ytri þættir munu helst hafa áhrif þar á.
Framtíðarþróun íslenska lífeyriskerfisins er mikilvægt rannsóknarefni en eignir sjóðfélaga lífeyrissjóðanna eru nú um 200% af VLF hér á landi.
Ásta mun í erindi sínu fara yfir helstu áhrifaþætti varðandi þróun næstu ára og áratuga og hvernig breytt aldurssamsetning fólks hér á landi hefur áhrif til lengri tíma.