Miðvikudaginn 24. maí kl. 11.30 - 13.00 verður hádegisfræðsla í Guðrúnartúni 1, 4. hæð og á fjarfundi þar sem farið verður yfir heimildir til skiptingar ellilífeyrisréttinda milli hjóna/sambúðarfólks.
Þórey S. Þórðardóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir fara yfir helstu reglur, umsóknarferlið og framkvæmdina. Þrjár leiðir eru til skiptingar:
Verklagi við skiptingu ellilífeyrisréttinda var breytt á árinu 2020 og eftir framsögu erinda gefst færi á að skiptast á skoðunum og meta í sameiningu hvernig til hefur tekist og hvort eitthvað megi betur fara.
Breytingin fólst aðallega í því að framkvæmdin færðist frá LL til lífeyrissjóða þannig að sá lífeyrissjóður sem sótt er um skiptingu hjá annast upplýsingagjöf og leiðsögn til samningsaðila. Enn fremur annast sá sjóður að koma samningi og upplýsingum áfram til þeirra lífeyrissjóða sem viðkomandi skipting varðar.