Tryggingastofnun stendur fyrir opinni ráðstefnu þriðjudaginn 12. nóvember nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 9.00, þar sem athyglinni verður beint að stöðunni í lífeyrismálum, hvernig við stöndum okkur og hvernig við viljum haga lífeyrismálum til framtíðar.
Ráðstefnan er öllum opin.
Dagskrá
9.00 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
9.20 Samanburður á norrænum lífeyriskerfum
Tom Nilstierna, hagfræðingur í sænska heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu
10.00 Kaffihlé
10.30 Ábyrgð stjórnvalda gagnvart öldruðum: Viðhorf Íslendinga í evrópskum samanburði
Dr. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði HÍ
11.20 Hver var stefnan – eftir á að hyggja?
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR
12.00 Hádegisverður
13.00 Mismunun kynja í ellilífeyris- og örorkugreiðslum – áhrifavaldar og lausnir
Shea McClanahan, sérfræðingur á sviði félagslegrar stefnumótunar
Álitsgjafi: Karen Anna Erlingsdóttir, Kvennahreyfingu ÖBÍ
14.10 – 15.00 Málstofur
Ellilífeyrir – Ísland og Norðurlöndin
Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissviðs TR
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB
Málstofustjóri: Þórir Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri lífeyrissviðs TR
Þróun nýgengis örorku ungs fólks, er ástæða til að bregðast við?
Ólafur Guðmundsson, tryggingayfirlæknir
Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi frá ungliðahreyfingu ÖBÍ
Málstofustjóri: Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri færnisviðs TR
Að lokinni ráðstefnu eru gestir hvattir til að staldra við, boðið verður uppá kaffiveitingar.
Ráðstefnustjóri: Arnar Þór Sævarsson, formaður stjórnar TR
Fyrirlestrar Tom Nilstierna og Shea McClanahan verða á ensku og verða túlkaðir á íslensku sem og fyrirspurnir og umræður.
Ráðstefnugjald: 3000 kr., 1500 kr. f. námsmenn, öryrkja og aldraða. Gjaldið verður innheimt við innganginn.