Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisverðarfund fimmtudaginn 28. febrúar þar sem Agni Ásgeirsson, forstöðumaður áhættustýringar hjá LSR og formaður áhættunefndar LL, flytur erindi er snýr að áhættustýringu lífeyrissjóða og ber yfirskriftina "Áhættustýring lífeyrissjóða - aðlögun að nýju regluverki".
Fundurinn er ætlaður starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða.
Fræðslunefnd LL stendur reglulega fyrir hádegisfyrirlestrum sem ætlaðir eru starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða og er hægt að fylgjast með dagskráninni undir Viðburðir á Lífeyrismál.is.