Íslenski lífeyrissjóðurinn skilaði góðri ávöxtun til sjóðfélaga sinna árið 2007. Nafnávöxtun ávöxtunarleiða var á bilinu 7,7% til 14,0% sem var vel yfir viðmið á þeim mörkuðum sem sjóðurinn fjárfestir.
Ávöxtunarleið |
2007* |
sl. 3 ár. |
sl. 5 ár. |
Líf I |
8,1% |
14,3% |
14,8% |
Líf II |
7,9% |
13,3% |
13,4% |
Líf III |
9,4% |
11,1% |
11,2% |
Líf IV** |
14,0% |
11,1% |
9,8% |
Samtrygging |
7,7% |
13,7% |
12,9% |
Árið 2007 byrjaði með hækkunum á hlutabréfamörkuðum en þróunin snéri svo við þegar líða tók á árið. Traust fjárfestingarstefna sjóðsins og virk stýring skilaði viðskiptavinum á hinn bóginn mun
betri árangri en ella þar sem vel tókst að bregðast við lækkunum á einstökum eignaflokkum og
auka áherslu á varfærnari fjárfestingarkosti sem gáfu betri ávöxtun. Sjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann sem annast m.a. eignastýringu sjóðsins.
Íslenski lífeyrissjóðurinn byggir á fjórum fjárfestingarleiðum sem taka mið af aldri sjóðfélaga og þar með væntum fjárfestingartíma. Þannig vegur hlutfall hlutabréfa mest í Líf I, minna í Líf II og Líf III
en Líf IV er varfærin skuldabréfaleið. Samtryggingardeild sjóðsins fylgir sömu fjárfestingarstefnu
og Líf II. Af meðfylgjandi tölum, í töflunni hér að framan, um ávöxtun 2007, sl. þriggja ára og sl. fimm ára sést að ávöxtun sjóðsins hefur verið góð til lengri og skemmri tíma og í samræmi við markmið fjárfestingarstefnu einstakra leiða.