Samkvæmt efnahagsyfirliti lífeyrissjóða, sem Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega, þá námu eignir lífeyrissjóðanna 1.658 milljörðum króna í lok desember s.l., en voru 1.697 milljarðar króna í lok ársins 2007. Lækkunin nemur um 40 milljörðum króna eða um 2,3%.
Að raungildi er þó um mun meiri lækkun að ræða, þar sem vísitala neysluverðs hefur hækkað um 18,6% á umræddu tímabili.
Alls námu erlendar eignir lífeyrissjóðanna 474 milljörðum króna, sem er um 29% af heildareignunum. Sjóðfélagalán hafa aukist um 35 milljarða króna og eru nú um 10% af heildareignunum.
Þá vekur athygli að lífeyrissjóðirnir eiga inni í reiðufé í bönkunum alls um 154 milljarða króna, sem er um 9,3% af heildareignunum, enda hafa lífeyrissjóðirnir kosið að ávaxta stærstan hluta nýrra iðgjalda í innlánum, enda óvissa mikil á markaði og ávöxtun á innlánsreikningum afar góð.
Eignaflokkar |
Árslok 2007 |
Árslok 2008 |
Breyting í kr. |
Útlán og verðbréfaeign |
1.640.538 m.kr. |
1.543.526 m.kr. |
- 97.012 m.kr. |
Verðbréf með föstum tekjum |
809.009 m.kr |
942.903 m.kr |
133.894 m.kr. |
Sjóðfélagalán |
129.708 m.kr. |
164.993 m.kr. |
35.285 m.kr. |
Verðbréf með breytilegum tekjum |
831.529 m.kr. |
600.623 m.kr. |
- 230.906 m.kr. |
Innlend hlutabréf |
238.804 m.kr. |
29.747 m.kr. |
-209.057 m.kr. |
Erlend verðbréfaeign |
458.258 m.kr. |
473.579 m.kr. |
14.321 m.kr. |
Hrein eign til greiðslu lífeyris |
1.697.208 m.kr. |
1.657.547 m.kr. |
39.661 m.kr. |
Sjá hér nánar efnhagsyfirlit lífeyrissjóða 31. desember 2008.