Um 18% aukning varð á eigum lífeyrissjóðanna fyrstu 11 mánuði ársins miðað við eignir í árslok 2005. Eignir námu alls rúmlega 1.439 milljarða króna í nóvemberlok miðað við tæplega 1.220 milljarða króna í árslok 2005. Aukningin nemur því um 219 milljarða króna. Mesta aukningin var í erlendum verðbréfum eða 35,4%%. Sjóðfélagalán hafa aukist um 17,7% á umræddu tímabili og nema nú lán til sjóðfélaga um 7,6% af heildareignum sjóðanna. Seðlabanki Íslands tók saman þessar upplýsingar.
.
Eignaflokkar |
Árslok 2005 |
31. nóvember 2006 |
Breyting í % |
Útlán og verðbréfaeign |
1.179.883 m.kr. |
1.416.254 m.kr. |
20.0% |
Verðbréf með föstum tekjum |
595.195 m. kr |
673.930 m.kr |
13,2% |
Sjóðfélagalán |
92.505 m. kr. |
108.891 m.kr. |
17,7% |
Verðbréf með breytilegum tekjum |
584.689 m.kr. |
742.324 m.kr. |
27,0% |
Innlend hlutabréf |
187.432 m.kr. |
226.831 m.kr. |
21,0% |
Erlend verðbréfaeign |
298.356 m.kr. |
404.050 m.kr. |
35,4% |
Hrein eign til greiðslu lífeyris |
1.219.528 m.kr. |
1.438.649 m.kr. |
18,0% |