Íbúðalánasjóður hefur tilkynnt niðurstöður skiptiútboðs. Fjárfestar lögðu fram beiðnir um skipti á samtals um 239 milljarðum króna að nafnvirði af heildarupphæð útgefinna hús-og húsnæðisbréfa. Nýju íbúðabréfin verða skráð hjá Kauphöll Íslands og uppgjör á sér stað 7.júlí 2004.
Íbúðalánasjóður tilkynnir niðurstöður skiptiútboðs.. Fjárfestar lögðu fram beiðnir um skipti á samtals um 239 milljarðum króna að nafnvirði af heildarupphæð útgefinna hús-og húsnæðisbréfa.
Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að samþykkja allar beiðnir um skipti í flokkum 1, 2, 3, 4,og 6 útgefinna hús-og húsnæðisbréfa (IBN 20, IBH 21, IBH 22, IBH 26 og IBN 38) fyrir ný íbúðabréf HFF 24 og HFF 34.
Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að skerða hlutfallslega samþykki beiðna um að skipta flokki 5 (IBH 37) fyrir ný íbúðabréf í flokki HFF 34 í 85%.
Íbúðalánasjóður hefur einnig ákveðið að skerða hlutfallslega samþykki beiðna um að skipta flokki 7 (IBH 41) fyrir ný íbúðabréf í flokki HFF 44 í 85%.
Flokkur |
Gjaldgeng bréf |
ISIN nr. |
Upphæð nafnverðs í skiptum |
1 |
IBN 20 |
IS0000001154 |
34,940,099,480 |
2 |
IBH 21 |
IS0000001063 |
13,925,002,717 |
3 |
IBH22 |
IS0000001071 |
17,577,781,663 |
4 |
IBH 26 |
IS0000004927 |
18,064,303,670 |
5 |
IBH 37 |
IS0000001097 |
31,800,628,238 |
6 |
IBN 38 |
IS0000001162 |
41,802,634,334 |
7 |
IBH 41 |
IS0000004935 |
78,987,796,940 |
Ný íbúðabréf
Flokkur |
Gjaldgeng bréf |
ISIN nr. |
Ný heildarupphæð nafnverðs |
1 |
HFF 24 |
XS0195066146 |
121.756.093.423 |
2 |
HFF 34 |
XS0195066575 |
105,893,953,621 |
3 |
HFF 44 |
XS0195066678 |
110,686,736,179 |