Á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða sem haldinn var fyrir nokkru var úthlutað rannsóknarstyrki að fjárhæð 600.000 kr. Að þessu sinni hlaut styrkinn Andrés Tómasson fyrir meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, sem hann vinnur að.
Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hvað einkennir samsetningu íslenska lífeyriskerfisins og hvernig er samsetning þess í samanburði við lífeyriskerfi valinna OECD ríkja?
Markmið ritgerðarinnar er að draga fram sérkenni íslenska lífeyrissjóðakerfisins í samanburði við önnur OECD ríki. Til nánari greiningar eru fimm af aðildarríkjum OECD tekin til nánari skoðunar með það að markmiði að greina í smáatriðum lífeyriskerfi þeirra. Umrædd ríki eru: Bandaríkin, Bretland, Noregur, Frakkland og Holland.
Meginþættir sem litið er til eru eftirfarandi:
Þá mun Andrés sérstaklega rannsaka áhrif efnahagshrunsins á lífeyrissjóðina hér á landi og í samanburðarríkjunum.