Aldrei verið meiri erlend verðbréfakaup en í janúar s.l.

Í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettókaup erlendra verðbréfa voru samtals 33.469 m.kr. í janúar s.l. Kaupin í janúar eru þau mestu í einstökum mánuði síðan kerfisbundið var byrjað að safna saman upplýsingum um erlend verðbréfakaup árið 1994.

 

Mestu nettókaup í einstökum mánuðum:

Jan. 2006               33.469 m.kr.

Okt. 2005                27.974 m.kr.

Des. 2005               18.377 m.kr.

Apríl 2005                11.341 m.kr.

Ágúst 2005              11.320 m.kr.

Nóv. 2005                11.189 m.kr.


Sjá nánar erlend verðbréfakaup í janúar 2006