Áhættustýring og innra eftirlit
Félagsmálaskólinn í samstarfi við LL stendur fyrir námskeiði um áhættustýringu og innra eftirlit fimmtudaginn 21. nóvember. Agni Ásgeirsson, forstöðumaður áhættustýringar hjá LSR, ræðir m.a. um regluverk um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða, skyldur þeirra til áhættumats og hlutverk áhættustjóra innan sjóðanna. Skráning á vef Félagsmálaskólans.
06.11.2019