Góður viðsnúningur varð í rekstri Sameinaða lífeyrissjóðsins á árinu 2010. Ávöxtun sjóðsins var mun betri en næstu tvö ár á undan og skiluðu þær aðgerðir sem gripið var til á árinu sér að fullu í bættri tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Virkum sjóðfélögum hélt hins vegar áfram að fækka nokkuð, sem endurspeglar þrengingar í þeim greinum sem hluti þeirra starfar við, ekki síst í byggingariðnaðinum. Heildareignir sjóðsins námu 105,4 milljörðum króna í árslok og höfðu hækkað um 6,2 milljarða króna milli ára. Nafnávöxtun tryggingadeildar sjóðsins var 4,6% á árinu, sem jafngildir 2,0% raunávöxtun. Þannig hefst auglýsing um starfsemi sjóðsins á árinu 2010, sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gær,19. mars 2011.
Góður viðsnúningur varð í rekstri Sameinaða lífeyrissjóðsins á árinu 2010. Ávöxtun sjóðsins var mun betri en næstu tvö ár á undan og skiluðu þær aðgerðir sem gripið var til á árinu sér að fullu í bættri tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Virkum sjóðfélögum hélt hins vegar áfram að fækka nokkuð, sem endurspeglar þrengingar í þeim greinum sem hluti þeirra starfar við, ekki síst í byggingariðnaðinum. Heildareignir sjóðsins námu 105,4 milljörðum króna í árslok og höfðu hækkað um 6,2 milljarða króna milli ára. Nafnávöxtun tryggingadeildar sjóðsins var 4,6% á árinu, sem jafngildir 2,0% raunávöxtun. Þannig hefst auglýsing um starfsemi sjóðsins á árinu 2010, sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gær,19. mars 2011. Auglýsing um starfsemi sjóðsins á árinu 2010.