Í skipunarbréfi kemur fram að mikilvægt sé að auka framboð til nýsköpunar. Fjárfestingafé fyrir sprotafyrirtæki og fé til vaxtar eða endurskipulagningar skorti og talið sé að það standi þróun nýsköpunar atvinnulífsins fyrir þrifum. Brýnt sé að meta hvaða leiðir séu færar til að auka framboð framtaksfjármagns og til að tryggja að samfella verði í fjármögnun nýsköpunar.
Í starfshópnum eiga sæti: Gunnar Örn Ólafsson, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Haraldur Örn Ólafsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, ritari nefndarinnar, Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Jón Ágúst Þorsteinsson, Samtökum sprotafyrirtækja, Skúli Valberg Ólafsson, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja og Sveinn Þorgrímsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður nefndarinnar.
Óskað er eftir að nefndin ljúki störfum með greinargerð til ráðherra fyrir 15. október 2005.