Viðræður um fjármögnun Hverarhlíðarvirkjunar munu hefjast í næstu viku

Landssamtök lífeyrissjóða hafa skipað viðræðuhóp til að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um aðkomu sjóðanna að virkjunarframkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun. Formlegar viðræður milli þessara aðila munu hefjast á næstu dögum.

Á fundi lífeyrissjóðanna nú í vikunni, sem haldinn var að frumkvæði Landssamtaka lífeyrissjóða, voru eftirfarandi fulltrúar tilnefndir í könnunarviðræður lífeyrissjóðanna við Orkuveitu Reykjavíkur  vegna hugsanlegrar fjármögnunar og/eða eignarhalds í fyrirhugaðri Hverahlíðarvirkjun:

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, formaður viðræðunefndar, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.
Auður Finnbogadóttir, Lífeyrissjóði verkfræðinga
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, Gildi lífeyrissjóður
Helgi Magnússon, Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Kristjana Sigurðardóttir, Almenni lífeyrissjóðurinn
Þórey S. Þórðardóttir, Landssamtök lífeyrissjóða.

Á fundi Landssamtaka lífeyrissjóða þann 30. mars s.l. var fjallað um stöðuna í orkumálum og næstu skref í virkjunarmálum. Á fundinum kom fram áhugi að kanna hugsanlega aðkomu lífeyrissjóða að eignarhaldi og/eða fjármögnun í fyrirhugaðri Hverarhlíðarvirkjun. Var þessum áhuga lífeyrissjóðanna komið á framfæri við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnendur Norðuráls sem væntanlegs kaupanda raforkunnar úr fyrirhugaðri Hverarhlíðarvirkjun.

Skipun viðræðunefndarinna er því í beinu framhaldi af þessum áhuga lífeyrissjóðanna, en hugsanleg aðkoma sjóðanna fékk einnig góðar viðtökur hjá stjórn Orkuveitunnar og forráðamönnum Norðuráls.