Verulegar hækkanir hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Annar áfangi þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum um almannatryggingar um síðustu áramót tók gildi 1. júlí s.l. Markmið breytinganna er að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja. Misjafnt er hversu miklar breytingar verða á kjörum hvers og eins enda eru aðstæður lífeyrisþega mjög mismunandi. Meðal breytinganna er að sérstakt frítekjumark er tekið upp, 25 þús. kr. á mánuði,  vegna örorkulífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum.

Breytingarnar sem tóku gildi 1. júlí 2008 eru:

  • Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 67-70 ára hækkar í 100.000 kr. á mánuði. (1.200.000 kr. á ári)
  • Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar einnig í 100.000 kr. á mánuði tímabundið til áramóta 2008/2009.
  • Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega verður 25.000 kr. á mánuði. (300.000 kr. á ári)
  • Aldurstengd örorkuuppbót hækkar hjá þeim sem ekki njóta fullrar uppbótar.

 Fyrsti áfangi breytinganna kom til framkvæmda 1. apríl s.l. og fólu í sér að:

  • Skerðing bóta vegna tekna maka var afnumin.
  • 90.000 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur gilti frá 1. janúar 2007.
  • Skerðingarhlutfall vegna tekjutenginga ellilífeyris lækkaði úr 30% í 25% og frítekjumark ellilífeyris hækkaði.
  • Vasapeningar hækkuðu í 38.225 kr. á mánuði.

Tryggingastofnun ríkisins mun í þessum mánuði senda nýjar greiðsluáætlanir til þeirra sem greiðslur breytast hjá vegna gildistöku annars áfanga lagabreytinganna.