Verðbólguvæntingar hærri en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands

Í nýlegri könnun Seðlabanka Íslands kemur fram að markaðsaðilar á skuldabréfamarkaði, s.s. bankar, lífeyrissjóðir og verðbréfa- og fjárfestingasjóðir, vænta þess að verðbólga verði 5% eftir tólf mánuði, 4,7% eftir tvö ár og 4,3% að meðaltali næstu tíu ár. Þegar könnunin var gerð stoð verðbólgan í 6,5% þótt þátttakendur í könnuninni geri ráð fyrir að hún fari minnkandi á árinu er ljóst að verðbólguvæntingar þeirra eru töluvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%.