Tryggingafræðileg lífeyrissjóðanna batnaði verulega í fyrra.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar í árslok 2006 batnaði frá fyrra ári. Deildum með neikvæða stöðu fækkaði og halli þeirra var minni. Að sama skapi fjölga deildum með jákvæða stöðu og voru sjö deildir með jákvæða stöðu yfir 10%. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um strfsemi lífeyrissjóðanna í fyrra.

Eitt af mikilvægari ákvæðum lífeyrissjóðalaganna kveður á um að jafnvægi skuli vera milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Komi í ljós við tryggingafræðilega athugun að munur á eignum og skuldbindingum er yfir 10% eða meiri en 5% samfellt í fimm ár ber lífeyrissjóði að grípa til viðeigandi ráðstafana. Skipti þá ekki máli hvort staðan er neikvæð eða jákvæð.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar í árslok 2006 batnaði frá fyrra ári. Deildum með neikvæða stöðu fækkaði og halli þeirra var minni. Að sama skapi fjölga deildum með jákvæða stöðu og voru sjö deildir með jákvæða stöðu yfir 10%.  Þeir lífeyrissjóðir sem njóta bakábyrgðar ríkis, sveitarfélags og banka eru undanþegnir ákvæðum laganna sem fjalla um jafnvægi milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Lítil breyting er á stöðu þessara sjóða á milli ára en verulegur halli er á nánast öllum deildum og brúar ábyrgð viðkomandi aðila það sem á vantar. Samtryggingardeildir lífeyrissjóða með ábyrgð annarra voru samtals 13 í árslok 2006 og var halli þeirra á bilinu 43,6 til 99,3%. A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er þó í góðu jafnvægi.