Tiltölulega lítil erlend verðbréfakaup í apríl s.l.

Eftir mikil kaup á fyrsta ársfjórðungi dregur nokkuð úr erlendum verðbréfakaupum í aprílmánuði. Í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettókaup erlendra verðbréfa voru samtals 1.800 m.kr. í apríl samanborið við nettókaup fyrir um 10.978 m.kr. í marsmánuði s.l.  


 

Þróun einstakra undirliða í apríl var eftirfarandi:

 · Nettókaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum námu um 5.618 m.kr. en nettókaup í sama mánuði árið 2003 námu um 1.168 m.kr.

· Nettósala á erlendum hlutabréfum nam um 4.281 m.kr. en nettókaup í sama mánuði árið 2003 námu um 218 m.kr.

· Nettókaup skuldabréfa námu um 500 m.kr. en nettósala nam um 62 m.kr í sama mánuði árið 2003. Þróun einstakra undirliða í apríl var eftirfarandi:

 · Nettókaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum námu um 5.618 m.kr. en nettókaup í sama mánuði árið 2003 námu um 1.168 m.kr. ·

 Nettósala á erlendum hlutabréfum nam um 4.281 m.kr. en nettókaup í sama mánuði árið 2003 námu um 218 m.kr.

 · Nettókaup skuldabréfa námu um 500 m.kr. en nettósala nam um 62 m.kr í sama mánuði árið 2003.

 Sala umfram kaup á erlendum hlutabréfum í apríl vekur athygli en nettókaup á hlutabréfum í marsmánuði námu um 6,5 ma.kr.  Á sama tíma og sala var umfram kaup á hlutabréfum í apríl var mikið keypt í erlendum verðbréfasjóðum. Er það í samræmi við taktinn í erlendum verðbréfakaupum í janúar og febrúar 2004 og í samræmi við þróunina árið 2003 þegar nettókaup í erlendum verðbréfasjóðum námu um 34,2 ma.kr. samanborið við nettókaup fyrir um 6,2 ma.kr. í erlendum hlutabréfum.  

Í aprílmánuði lækkaði Heimsvísitala Morgan Stanley um 0,6%, Bandaríkjavísitala Morgan Stanley lækkaði um 1,6% og Asíuvísitala Morgan Stanley lækkaði um 0,1%. Evrópuvísitala Morgan Stanley hækkaði hins vegar um 1,6%.