Þýska eftirlaunakerfið í vanda.

Í Þýskalandi helst í hendur ein lægsta fæðingartíðni í Evrópu, svo og að lífslíkur landsmanna eru að aukast. Stjórnmálaumræður að undanförnu um lífeyrismál í Þýskalandi eru því á viðkvæmu stigi. Í mars á þessu ári samþykkti þýska þingið að hækka almennan ellilífeyrissaldur úr 65 árum í 67 ár. Þessi samþykkt var þáttur í þeirri viðleitni stjórnvalda að sporna gegn stigvaxandi vanda í lífeyrismálum Þjóðverja, sem má rekja til til þess að öldrun hefur aukist og þar með kostnaður við eftirlaunakerfið.

Stjórnvöld eru að vonast til þess að ef fólk vinnur lengur þá muni það létta byrðinni af almannatryggingakerfinu.

En samþykkt þýska þingsins að lengja í töku almennra eftirlauna hefur mætt harði andstöðu frá verkalýðsfélögum og samtökum aldraðra. Haldnir hafa verið mótmælafundir bæði í Berlín og öðrum borgum Þýskalands gegn áformum ríkistjórnarinnar.

Forseti þýska alþýðusambandsins Michael Sommer hefur sagt að hin nýju lög jafngildi lægri eftirlaunum.  

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa haldið því fram  að þessa breytngar muni kalla á meira atvinnuleysi og meiri fátækt meðal aldraðra.

Innan þrjátíu OECD-landa er Þýskaland með hæstu framlögin til almannatrygginga.

Þýska kerfið veitir einna bestan lífeyri um þessar mundir en sú skoðun er almenn að til lengri tíma litið geti það ekki staðist.

Flestir Þjóðverjar hætta að vinna að meðaltali um 63 ára aldurinn. Gagnrýnendur halda því fram að það sé alltof auðvelt fyrir launþega að hefja snemmtöku lífeyris og þeir staðhæfa að mörg fyrirtæki hvetji beinlínis launþega að taka ellilífeyri fyrr en seinna.

Með hliðsjón að aðsteðjandi eftirlaunakreppu er því haldið fram af sumum samtökum eftirlaunaþega að fólk sem er að fara á eftirlaun núna hjá almannatryggingum fái u.þ.b. 10% minna lífeyri en áður.

Samkvæmt sumum rannsóknum er staðhæft að frá árinu 2030 mun einn af hverjum þremur eftirlaunaþegum í Þýskalandi ekki ná endum saman fjárhagslega, þ.e.as. ef menn aðeins reiða sig á bætur frá almennatryggingakerfinu.


Úr BBC-News