Þórey S. Þórðardóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða í stað Hrafns Magnússonar, sem lætur af störfum síðar á árinu eftir áratuga farsælt starf í þágu lífeyrissjóðanna. Hún tekur formlega við starfinu 1. ágúst 2011. Alls voru 47 umsækjendur um starf framkvæmdastjóra. Hagvangur aðstoðaði stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða við ráðningaferlið og hún samþykkti ráðningu Þóreyjar á fundi sínum í gær.
Þórey S. Þórðardóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða í stað Hrafns Magnússonar, sem lætur af störfum síðar á árinu eftir áratuga farsælt starf í þágu lífeyrissjóðanna. Hún tekur formlega við starfinu 1. ágúst 2011. Alls voru 47 umsækjendur um starf framkvæmdastjóra. Hagvangur aðstoðaði stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða við ráðningaferlið og hún samþykkti ráðningu Þóreyjar á fundi sínum í gær.Þórey er fædd í Reykjavík 17. september 1967. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi (LL.M gráðu) frá University of Washington í Bandaríkjunum árið 1997. Hún tók próf í verðbréfaviðskiptum árið 2007.Þórey öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1997 og varð hæstaréttarlögmaður árið 2008. Þórey starfaði um árabil sem forstöðumaður réttindamála hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH). Hún er nú sjálfstætt starfandi lögmaður og rekur lögmannsstofuna Lögsetrið sf.Þórey er gift Ómari Þór Eyjólfssyni lögfræðingi og eiga þau þrjú börn.