Stjórnvöld vísa ákvörðun um bætur til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins.

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að vísa bótaþætti í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Kjartans Ásmundssonar, fyrrverandi sjómanns, til yfirdeildar dómstólsins. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensku máli er vísað til yfir deildarinnar. Voru Kjartani dæmdar rúmar 6 m.kr. vegna fjárhagstjóns og tæpar 2 m.kr. í málskostnað. Mannréttindadómstóllinn komst í haust að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu með því að svipta Kjartan áunnum lífeyrisréttindum frá Lífeyrissjóði sjómanna. Málið snýst um breytingar á lögum sem gerðar voru árið 1992 og 1994 sem urðu til þess að Kjartan missti allan rétt til bóta.