Starfsmannabreytingar

Vilborg Guðnadóttir
Vilborg Guðnadóttir

Umtalsverðar breytingar hafa orðið hjá Landssamtökum Lífeyrissjóða í sumar.

Ásta Ásgeirsdóttir hagfræðingur lét af störfum í júlí s.l. og Sólveig Hjaltadóttir verkefnastjóri hverfur til annarra verka í lok mánaðar. Þær hófu báðar störf árið 2020 og verið samtökunum mikill fengur. Landssamtök Lífeyrissjóða þakka þeim innilega fyrir vel unnin störf og óska þeim Ástu og Sólveigu velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Vilborg Guðnadóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Landssamtökum Lífeyrissjóða. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og kemur til LL frá Icelandair þar sem hún vann í rúma tvo áratugi sem sérfræðingur á sviði persónuverndar- og vefmála. Landssamtökin bjóða Vilborgu velkomna til starfa, þar sem menntun hennar og víðtæk reynsla mun koma að miklu gagni.