Árið 2001, sem var 6. starfsár Lífeyrissjóðsins Framsýnar, einkenndist af miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og var ávöxtun lífeyrissjóða mun lakari en undangengin ár. Ávöxtun lífeyrissjóðsins var 6,0% en það svarar til neikvæðrar raunávöxtunar um 2,47%.
Þrátt fyrir erfitt árferði sl. ár er staða sjóðsins sterk og tryggingafræðileg úttekt sýnir að heildareignir sameignarsjóðs Framsýnar eru 2,3% umfram heildarskuldbindingar. Fimm ára raunávöxtun heildarsafns sjóðsins er 5,43%. Heildarávöxtun séreignardeildanna árið 2001 var 10,1% eða 1,55% raunávöxtun. Alls greiddu 31.976 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins á árinu 2001 eða 4,4% fleiri en á árinu 2000. 2.493 atvinnurekendur greiddu iðgjöld á árinu og hafði þeim fjölgað frá árinu 2000 um 4,9%. Í árslok voru 133.131 sjóðfélagi með inneign í sjóðnum.