Á vef Seðlabankans kemur fram að hrein eign lífeyrissjóða nam 2.295 ma.kr. í lok september 2012 og hækkaði um 30,2 ma.kr. frá ágúst eða 1,3%. Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.650 ma.kr. í lok september og lækkaði um 1,4 ma.kr. á milli mánaða. Þar af lækkuðu verðbréf fyrirtækja um 6,7 ma.kr. en á móti hækkuðu verðbréf Ríkissjóðs Íslands um 4,2 ma.kr. Erlend verðbréfaeign stóð í 516,6 ma.kr. í lok september og hækkaði um 18,8 ma.kr. frá ágúst en þar af hækkuðu erlend hlutabréf og hlutabréfasjóðir um 17,3 ma.kr. á tímabilinu.