Árleg skýrsla Fjármálaeftirlisins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2012 er komin út. Af hálfu Landsamtaka lífeyrissjóða er útgáfu skýrslunnar fagnað enda hefur hún að geyma ítarlegar upplýsingar um íslenska lífeyrissjóðakerfið. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, sameignar- og séreignardeilda, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, var 7,3%. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu tæplega 2.400 milljörðum króna í árslok 2012 samanborið við um 2.100 milljarða í árslok 2011. Í skýrslunni er farið yfir tryggingafræðilega stöðu sjóðanna en hún hefur lítið breytst milli ára.
Sjóðir með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga voru með neikvæða stöðu um 574 milljarða króna. Þessir sjóðir eru aðeins að hluta byggðir upp með sjóðsöfnun og hefur hallinn því byggst upp á löngum tíma. Slíkir eftirlaunasjóðir með ábyrgð launagreiðanda eru lokaðir þar sem nýjir starfsmenn greiða í sjóði sem byggja á sjóðsöfnun. Tryggingafræðileg staða sjóðanna er afar misjöfn og eru sjóðir án ábyrðar samtals með halla upp á 99 milljarða króna í árslok 2012.
Skýrslan er birt á heimasíðu FME