Skýrsla FME um lífeyrissjóði

Árleg skýrsla Fjármálaeftirlisins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2010 er komin út. Skýrsluna er að finna á heimasíðu FME. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, sameignar- og séreignardeilda, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, var 2,65%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var -1,6% og meðaltal sl. 10 ára var 2,2%. Raunávöxtun sjóðanna fer því batnandi.

Heildareignir lífeyrissjóðanna námu tæplega 1.910 milljörðum króna í árslok 2010 samanborið við um 1.775 milljarða í árslok 2009. Nemur aukningin um 7,6% sem samsvarar jákvæðri raunaukningu upp á 5% miðað við vísitölu neysluverðs. Skýrsluna og töflur úr ársreikngabók er að finna á heimasíðu FME.

 

Ársreikningabók 2010

Töflur úr ársreikningabók 2010