Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóðina komin út. Raunávöxunin var 10,4% í fyrra.

   Helstu niðurstöðutölur skýrslunnar eru þær raunávöxtun lífeyrissjóðanna nam 10,4% í fyrra. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2004 nam 986,5 ma.kr. samanborið við 821,3 ma.kr. í árslok 2003. Aukningin er 20,1% sem samsvarar 15,6% raun­aukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2004 nam samtals 455,1 ma.kr. samanborið við 273,2 ma.kr. árið á undan. Iðgjöld milli ára lækkuðu lítillega, úr 73,6 ma.kr. á árinu 2003 í 72,4 ma.kr. á árinu 2004. Gjaldfærður lífeyrir var 31,2 ma.kr. 2004 en var 28,7 ma.kr. árið 2003.

Í árslok 2004 voru starfandi lífeyrissjóði alls 48 en í árslok 2003 voru 50 lífeyrissjóður starfandi. Af framangreindum 48 lífeyrissjóðum taka 10 þeirra ekki lengur við iðgjöldum og eru því fullstarfandi sjóðir 38.

 Á árinu 2004 var fjöldi virkra sjóðfélaga í samtryggingardeildum 166.796 og 114.013 í séreignadeildum. Fjöldi lífeyrisþega í samtryggingardeildum var 62.242 og 2.692 í séreignadeildum.


Hrein raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu lækkaði lítillega frá árinu 2003. Á árinu 2004 var hrein raunávöxtun 10,4% en var 11,3% árið 2003, -3,0% árið 2002, -1,9 árið 2001 og -0,7 árið 2000. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ára var 3,2% og meðaltal sl. 10 ára var 5,8%. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hreina raunávöxtun síðustu 10 ára.

Sjá hér frekari frétt á heimasíðu Fjármálaeftrlitsins.