Sjóðfélagalánin sækja á.

Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðisviði Seðlabankans eru bein útlán lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga aftur byrjuð að aukast og námu  sjóðfélagalánin 90.866 m. kr. í júnílok á þessu ári miðað við 88.145 m. kr. í lok síðasta árs.  Þá námu heildareignir lífeyrissjóðanna í júnílok 1.066.648 m.kr.  Erlend verðbréfaeign nam 257.279 m.kr. eða um 24,1% af heildareignum sjóðanna. Sjá ennfremur Efnahagsyfirlit lífeyrissjóðanna.