Samkvæmt lánakönnun Landssamtaka lífeyrissjóða er orðið algengast hjá lífeyrissjóðunum að sjóðfélagalán séu veitt án fjárhæðartakmarkana. Hámarkslánin ráðast þá eingöngu af veðhæfni tryggingar, en samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum heimilt að lána með veði í fasteign að hámarki 65% af metnu markaðsvirði.
Lánstíminn era að hámarki 40 ár og algengast er að sjóðfélagar geti valið milli lána með jöfnum afborgunum og jafngreiðslulána. Þá geta sjóðfélagar oftast valið á milli fastra vaxta eða breytilegra vaxta. Lægstu vextir í dag eru á bilinu 4,15% til 4,3%.
Algengast er að lífeyrissjóðirnir taki hvorki uppgreiðslugjald ef lánin eri greidd upp bé innágreiðslugjald, einsog tíðkast hjá bönkunum. Þá hækka vextirnir ekki, þó sjóðfélaginn hætti að greiða til sjóðsins, en hjá bönkunum hækka vextirnir umtalsvert ef lántaki hætti viðskiptum hjá viðkomandi banka.