Í Morgunblaðinu var frétt 2. október um að séreignarsparnaður komi til skerðingar á lífeyri almannatrygginga. Rétt þykir að árétta að séreignarlífeyrir hefur eingöngu áhrif við útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar sem hefur þann tilgang að tryggja lífeyrisþegum lágmarksframfærslu.
Vegna fréttarinnar þykir rétt að taka fram að sérstakri framfærsluuppbót er ætlað að tryggja lífeyrisþegum mánaðarlegan lágmarkslífeyri. Fjárhæðin er mismunandi eftir því hvort fólk býr eitt eða er í sambúð. Allar tekjur hafa áhrif á framfærsluuppbótina. Þegar metið er hvort lífeyrisþegi eigi rétt á þessari sérstöku uppbót eru eftirfarandi viðmið notuð: