Samkvæmt sex mánaða milliuuppgjöri Samvinnulífeyrissjóðsins nam hrein raunávöxtun sjóðsins 21,2%, sem er framúrskarandi góður fjárfestingarárangur. Stjórn sjóðsins hefur líka tilkynnt vaxtalækkun til sjóðfélaga.
Hrein raunávöxtun síðustu fimm ára var 6,6% og tíu ára meðaltal var 7,6%. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt nam hrein eign umfram heildarskuldbiningar í stigadeild 3,1% og hrein eign umfram heildarskuldbindingar í aldursháðri deild 11,0%.
Lang stærsti hluti eigna sjóðsins er í íslenskum krónum eða 95%. Skráð hlutabréf nema 31,4%. Hrein eign Samvinnulífeyrissjóðsins nam tæpum 23 milljöðrum króna í lok júní s.l.
Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum lánum sjóðfélaga sinna. Þetta á við um lán sem sjóðurinn hefur veitt með breytilegum eða föstum vöxtum.
Samkvæmt því lækka vextir í 4,6% og munu síðan taka breytingum mánaðarlega samkvæmt. ákvörðun stjórnar sjóðsins.
Þeir sjóðfélagar, sem nú greiða fasta vexti af lánum sínum, verða að undirrita umsókn um skuldbreytingu. Eyðublað þar að lútandi verða send sjóðfélögum í pósti á næstu dögum til að auðvelda þeim framkvæmd málsins. Einnig var ákveðið að hækka veðmörk úr 60% í 65%.