Sameining fimm lífeyrissjóða í undirbúningi.

Mánudaginn 16. apríl undirrituðu stjórnir Lífeyrissjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins viljayfirlýsingu um að leggja til við sjóðfélaga sameiningu sjóðanna á næsta ársfundi þeirra. Jafnframt gengu stjórnir sjóðanna frá áframhaldandi rekstrarsamningi við Landsbanka Íslands sem hefur séð um rekstur allra sjóðanna undanfarin ár.

Sjóðirnir eru lokaðir fyrir nýjum iðgjöldum og eru sjóðfélagar tæplega sex þúsund talsins. Sjóðirnir eru samtals um 10 ma.kr að stærð. Haldnir verða kynningarfundir fyrir sjóðfélaga allra sjóða á næstu vikum.

Nánari upplýsingar veita: Davíð Harðarson s: 410-7163 og Friðrik Nikulásson s: 410-7161, Eignastýringarsviði Landsbanka Íslands.