Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti á almennum verðtryggðum sjóðfélagalánum í 4,6%. Lækkunin tekur bæði til nýrra og eldri lána. Þar að auki býður Sameinaði lífeyrissjóðurinn nú 4,3% fasta vexti á nýjum verðtryggðum lánum til sjóðfélaga ef um er að ræða 1. veðrétt og samning um séreignarsparnað hjá sjóðnum.
Ekkert hámark er nú á lánum sjóðsins. Veðhlutfall er óbreytt 65% af verðmati eignar og heildarveðsetning skal aldrei fara yfir 100% af brunabótamati. Lántökugjald er nú 1% og lánstími 5 – 40 ár. Eins og áður er heimilt að greiða upp sjóðfélagalán hvenær sem er án uppgreiðslugjalds. Ofangreind kjör taka gildi frá og með 10. september 2004.