Sameinaði lífeyrissjóðurinn birtir ársreikning síðasta árs.

Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var 10,1% í fyrra og raunávöxtun 7,2%. Heildareignir aldurstengdrar deildar umfram skuldbindingu eru 1,2% en heildarskuldbinding stigadeildar sjóðsins umfram eign nemur 8,6%.

Vegna fjölgunar lífeyrisþegar og verðlagshækkunar nemur heildarhækkun alls greidds lífeyris í grunndeildum sjóðsins í fyrra um 8,8%.  Hækkun ellilífeyris nam 7,8%, örorkulífeyris 14,7% og makalífeyris 7,3%.

 Mjög mikil aukning var á fjölda þeirra sem eru með séreignarsparnaðarreikninga hjá sjóðnum og voru þeir 7.696 í árslok 2003.

 Eignir Sameinaða lífeyrisjóðsins í erlendum gjaldmiðlum námu 25,3% af heildareignum um síðustu áramót miðað við 21,3% í árslok 2002.