Lífeyrissjóður Suðurlands er sameinaður sjóður Lífeyrissjóðs Suðurnesja og Lífeyrissjóðs Suðurlands og hóf starfsemi 1. júlí 2005. Höfuðstöðvar sjóðsins eru í Reykjanesbæ en einnig er skrifstofa sjóðsins á Selfossi. Við sameininguna runnu saman tveir öflugir sjóðir með tæplega 6 þúsund greiðandi sjóðfélaga og rúmlega 3 þúsund lífeyrisþega. Sjóðurinn rekur hefur tekið upp aldurstengt réttindakerfi. Eignir hins sameinaða lífeyrissjóðs námu 22.759 milljónum króna um síðustu áramót.