Stjórn Stapa lífeyrissjóðs staðfesti ársreikning fyrir sjóðinn fyrir árið 2010 á fundi sínum í 1. mars sl. Nafnávöxtun Tryggingadeildar sjóðsins á árinu var 6,2% og raunávöxtun 3,5%. Tæplega þrettán þúsund einstaklingar greiddu reglubundið iðgjöld á árinu og námu þau ríflega 5 milljörðum króna, sem er 4,8% hækkun frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur deildarinnar námu þremur milljörðum króna og hækkuðu um 8,9% frá fyrra ári.
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs staðfesti ársreikning fyrir sjóðinn fyrir árið 2010 á fundi sínum í 1. mars sl.Nafnávöxtun Tryggingadeildar sjóðsins á árinu var 6,2% og raunávöxtun 3,5%. Tæplega þrettán þúsund einstaklingar greiddu reglubundið iðgjöld á árinu og námu þau ríflega 5 milljörðum króna, sem er 4,8% hækkun frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur deildarinnar námu þremur milljörðum króna og hækkuðu um 8,9% frá fyrra ári.Rekstur Séreignardeildar sjóðsins gekk vel á árinu. Deildin býður upp á 3 ávöxtunarleiðir Safn I, Safn II og Safn III og var raunávöxtun þeirra 13,9%, 9,9% og 6,1% á árinu.Heildareignir sjóðsins í árslok námu 109 milljörðum króna og hækkuðu um 8,7 milljarða eða um 8,7% frá fyrra ári